Dæmdur nauðgari á leið til Íslands

Í frétt á mbl.is var tilkynnt að Mike Tyson myndi heimsækja Ísland í haust. Björgvin Rúnarsson stendur að baki því að bjóða hann velkominn til landsins, en hann sagði frá þessarri áætlun á útvarpsstöðinni Bylgjan.

Fréttin tekur fram:

„Þetta er sýn­ing þar sem hann fer yfir fer­il sinn frá byrj­un til dags­ins í dag og dreg­ur ekk­ert und­an. Hann mun standa á sviðinu þar sem sýnd verða brot úr mynd­inni sem hann fram­leiddi ásamt HBO um ævi sína. Hann mun greina frá öll­um viðbjóðnum og öll­um sigr­un­um,“ seg­ir Björg­vin í þætt­in­um.

Ef Mike Tyson dregur ekkert undan, þýðir það að hann mun viðurkenna að hann hafi nauðgað konu? Mun hann segja satt frá því að hafa beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Robin Givens, ofbeldi? Ætlar hann að tala um hvernig hann hefur hagað sér almennt gagnvart konum með karlrembustælum? Eða ætlar hann að haga sér eins og hann hefur áður, með afneitunum og ofsa?

Dæmdur nauðgari
Dæmdur nauðgari

Ég tek það varla trúanlegt að fólk viti ekki sögu Mike Tyson að einhverju leyti, og því þykir mér undarlegt að Björgvin bjóði honum til Íslands. Sérstaklega nú í kjölfar byltingarinnar gegn þöggun og nauðgunarmenningu. Mike Tyson hefur aldrei tekið raunverulega ábyrgð á því sem hann gerði, er eðlilegt að fagna komu slíkra manna? Er eðlilegt að bjóða kvenhatandi karlrembum í heimsókn svo þeir geti prómótað kvikmynd um ævi þeirra? Er raunverulega hægt að horfa framhjá þeirri ímynd sem hann selur: ofbeldsfull, ógnandi karlmennskustereótýpa, þegar sú ímynd skapar svo mikinn skaða?

Ef menn vilja uppreisn æru þurfa þeir að vinna fyrir henni. Mike Tyson hefur ekkert gert sem sýnir að hann taki ábyrgð eða vilji bæta fyrir brot sín gegn konum. Hann getur breytt matarræði og hætt fíkniefnaneyslu, en það breytir ekki því sem hann gerði. Það strokar ekki út nauðgunina né ofbeldið, það strokar ekki út almennu karlrembuna og kvenhatrið sem hann hefur sýnt konum trekk í trekk.

Mótmælum komu hans til Íslands. Sýnum að dýrkun á ofbeldismönnum verði ekki liðin. Skrifum undir hér.

Taktu þátt í umræðunni

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s