Mike Tyson: Gerendadýrkun og nauðgaravinir

*TW/VV* Efni í greininni getur verið triggerandi.

Æj konur, eigum við ekki bara að fyrirgefa? Eiga gaurar ekki skilið annan séns? Af hverju þurfum við að vera svona leiðinlegar og vondar? Eru nauðgarar ekki menn líka!? Hann hefur breyst, hann er orðinn góður drengur, hann hefur sagt það!

Þetta eru skilaboðin sem ég fæ frá kommentakerfinu á þessa frétt um undirskriftarlistann, sem við í hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu settum saman, gegn komu Mike Tyson og sýningu hans The Undisputed Truth. Menn heimta að ég kynni mér báðar hliðar, að ég viti ekki neitt, að hann eigi skilið annan séns, að þetta sé nú bara bakdyraleið að dauðarefsingunni. Það er ekkert smá sem karlar skjálfa þegar konur krefjast þess að nauðgarar taki ábyrgð. Þeim finnst greinilega nóg að hann hafi setið inni fyrir brotið og að þar af leiðandi sé það bara búið og gert. Það að hann afneiti enn því að hafa nauðgað skiptir þessa menn engu máli, þeir hafa ákveðið að hann er góður drengur. Nokkrir halda því jafnvel fram að hann hafi verið dæmdur fyrir ekkert, að konan hafi logið upp á hann til að græða peninga.

Trausti Traustason talar um peningalyktina af því að kona hafi kært eftir að maður nauðgaði henni. Eru konur ekki alltaf að kæra bara til að græða peninga annars? Þessar gráðugu kellingar.
Trausti Traustason talar um peningalyktina af því að kona hafi kært eftir að maður nauðgaði henni. Eru konur ekki alltaf að kæra bara til að græða peninga annars? Þessar gráðugu kellingar.

Það er nokkuð merkilegt að menn skuli halda að nokkur ár í fangelsi fyrir nauðgara geri allt miklu betra, að þá sé allt orðið gott aftur. Þolendur þurfa aftur á móti að vinna fyrir bata sínum í mörg ár, jafnvel alla sína ævi eftir nauðgun og ofbeldi. Einhvernveginn virðist það ekki hvarfla að neinum, og brotið strokast bara út ef maður hefur setið inni í einhvern smátíma. Konan strokast eflaust út líka. Hættir að vera til fyrir þeim. Bakgrunnssaga ofbeldismannsins, mistök sem hann óvart, úps, gerði þegar hann var annar maður. Eða eitthvað.

Ég hef skrifað um þessa tilhneigingu fólks til að verja og dýrka nauðgara og ofbeldismenn áður, en í aðeins annarri mynd. Þar virðist maðurinn vera að taka ábyrgð, en við sem samfélag bregðumst þolendum með fáránlegri gerendadýrkun. Það sama er í raun að gerast í þessu máli, Mike Tyson fær dýrkun og dáð karla um allt Íslandi sama þótt hann afneiti nauðgun sem hann var dæmdur fyrir og haldi uppi sömu karlrembutöktum og hann hefur alltaf gert. Konur eru ekki nógu mikilvægar til að stugga við ferli karlmanns, augljóslega. Hann fær að njóta vafans sama hvað hann gerir, sama hversu oft hann sýnir að hann á það ekki skilið.

Svo eigum við kannski að kíkja á hvað þessir menn eru að verja?

In the film he calls Desiree Washington, the woman he was convicted of raping, “that wretched swine of a woman” and insists he was not guilty.

Yet he talks explicitly, often alarmingly, about his sexual preferences and how he has treated women. “I like strong women, not necessarily masculine women, say a woman who runs an organisation, I like a woman with massive confidence and then I want to dominate her sexually. I like to watch her like a tiger watches their prey after they wound them. I want her to keep her distance for at least 20-30 minutes before I devour them and take them to the point of ecstasy. I love saying no when making love. What I want is extreme. Normally what they want is not as extreme as what I want. I want to ravish them. Completely… I may have taken advantage of women before, but I never took advantage of her [Washington].”

Mike Tyson: ‘I’m ashamed of so many things I’ve done’ (Áherslur mínar)

Hann kallar konuna sem hann var dæmdur fyrir að nauðga “wretched swine“, en viðurkennir að hann hafi líklega nauðgað konu áður. Hann talar svo um hvernig hann fylgist með konum eins og tígur fylgist með bráð, hvernig hann elskar að dómínera sjálfstraustar konur kynferðislega. Sér þær sem bráð, eitthvað sem hann þarf að sýna vald sitt yfir. Það er ekkert hægt að lesa úr þessu annað en að hér er á ferð maður með hættulegar hugmyndir um kynlíf og konur, allt við það sem hann segir öskrar að hér sé hættulegur maður, mögulega nauðgari. Engin kona er örugg með manni sem hefur slík viðhorf.

“He gets out of control, throwing, screaming.”

“Hitting teachers. Hitting girls and pulling them into a bathroom. It’s not a bad-boy when it happens so often.”

-Robin Givens í viðtali við Barbara Walters

Þetta er bara brotabrot af því sem Robin Givens hefur sagt. Þarna situr hún með honum í herberginu og getur kannski ekki verið jafn hreinskilin og hún vill vera. Hann talar um hvernig hann þarf að þvinga hana til að klæða sig eins og hann vill að hún klæði sig. Það voru vitni að því margoft þegar hann ógnaði Givens. Hún ýjar að því að hann hafi áður hótað því að fremja sjálfsmorð, klassísk tilfinningakúgun sem ofbeldismenn nota oft til að halda konum undir sinni stjórn. Hún talar um hvernig hann hefur lamið stelpur og dregið þær inn á baðherbergi.

Í þessarri mynd talar hún um ofbeldið í frekari smáatriðum:

“I remember the impact. I remember the turn and the hook. He hit me in the side of the head.”

“I didn’t think he would do that. I was shocked.”

“One time it had gotten pretty bad, and he swung a phone at me, that I knew was gonna hit my face.”

“Choking me. Vomiting and him kicking me.”

-Robin Givens í myndinni “Mike Tyson – Beyond the Glory”

Hún talar um hvernig honum leið illa eftir að hafa gert þetta, og hvernig það endaði alltaf með að hún þurfti að hugga hann. Þetta er kunnugleg saga sem margar konur hafa sagt. Karlar beita þær ofbeldi og þær þurfa að hugga þá eftirá, þeir gefa þeim gjafir, ást og umhyggju því þeir hafa svo mikla sektarkennd. Svo berja þeir þær aftur. Sagan endurtekur sig endalaust, og margar sögur enda með dauða kvenna.

Í öðru viðtali talar Givens um viðtalið við Barböru Walters og það að Mike Tyson var aldrei ákærður fyrir ofbeldið gegn henni. Þar segir hún meðal annars þetta:

“It’s interesting, though. He had done an interview somewhere. … I don’t know specifically, but [he said] the best punch he ever threw was against me and that he punched me in the head and I bounced from one wall to the other.”

Robin Givens: My story is Rihanna’s story

Ekki bara viðurkennir hann hreint út að hafa beitt hana ofbeldi, hann talar um það eins og hann sé stoltur af því. Þetta var besta höggið sem hann hafði veitt, að hans mati. Gegn konunni sinni, ekki í hringnum, heldur heima hjá sér gegn konu sem var algjörlega varnarlaus.

Hér segir maður að Mike Tyson hafi greitt skuld sína við samfélagið. Með því að sitja inni í fáein ár og fara svo um og ljúga upp á þær sem hann beitti ofbeldi og gera lítið úr þeim? Er áframhaldandi ofbeldi gegn þolendum ofbeldis talin ókídókí?
Hér segir maður að Mike Tyson hafi greitt skuld sína við samfélagið. Með því að sitja inni í fáein ár og fara svo um og ljúga upp á þær sem hann beitti ofbeldi og gera lítið úr þeim? Er það ekki ofbeldi á sinn hátt? Er það ókídókí?

Hvernig hefur hann svo hagað sér við fjölmiðla, hversu mikið hefur hann sýnt iðrun og breytta hagi?

“Put your mother in a straightjacket, you punk-ass white boy! Come here and tell me that, I’ll fuck you in the ass, you punk white boy, you faggot! You can’t touch me, you are not man enough. I’ll eat your asshole alive, you bitch,” he raged at a 2002 press conference, his first after serving his three-year prison sentence for rape. “Fuck you, you ho, come and say it to my face. I’ll fuck your ass in front of everybody, you bitch! Scared of the real man. I’ll fuck you till you love me, faggot!” – Mike Tyson: Why do we forgive him?

Nauðgunarhótanir sýna fram á breyttann mann, er það?

In 2006, he told Greta Van Susteren, he was still infuriated with Washington. “I just hate her guts. She put me in that state, where I don’t know,” Tyson said. “I really wish I did now. But now I really do want to rape her.” –Mike Tyson: Why do we forgive him?

Iðrun og breytt hegðun? Sýnir þetta fram á betrun? Til að sýna fram á að hann er sko ekki nauðgari segir hann að hann vilji nauðga konunni sem hann var dæmdur fyrir að nauðga. Klassagaur.

And if you believe the reviews of his Vegas show, Time magazine writes that his attitude is not much changed in this regard: “He brings up his ill-fated marriage to the actress Robin Givens as a way to ridicule her.” –Mike Tyson: Why do we forgive him?

Hann gerir lítið úr ofbeldinu sem hann hefur beitt á sama tíma og hann gerir svo grín að konunum sem hann beitti ofbeldi. Hann blótar þeim í sand og ösku, hótar nauðgunum og frekara ofbeldi og gerir það sama við alla sem dirfast spyrja hann út í þetta.

Þetta er maðurinn sem íslenskir karlar eru að bjóða í heimsókn. Þetta er lifandi dæmi um nauðgunarmenningu og þöggun, þegar ferill karls er mikilvægari en réttlæti fyrir þolendur. Hversu marga sénsa eiga menn skilið? Hvernig er það nóg að karlar séu settir í fangelsi í fáein ár, þegar þeir læra ekkert af því? Er fangelsisvistin virkilega nóg til að stroka út allt sem hann hefur gert?

Valdimar Erlingsson talar um
Valdimar Erlingsson talar um “mistök” og að menn eigi skilið annan séns eftir fangelsisvist. Við eigum greinilega að halda Mike Tyson uppi sem fordæmi þar sem hann hefur “sagt skilið við ofbeldið” og “endurhæft” sig. Konur sem mótmæla hetjudýrkun iðrunarlausra ofbeldismanna eru svo bara að “væla”.

Við búum í menningu sem fyrirgefur nauðgurum sama hvað, hvort þeir eru dæmdir eða ekki gildir einu, sama hversu fyrirlitlegir þeir eru gagnvart konum jafnvel eftir dóm. Eins og ég hef sagt áður, saklaus uns sekt er sönnuð, saklaus ef sekt er sönnuð, hetja ef sekt er viðurkennd. Aldrei er pláss fyrir þolendur í þessarri nauðgunarmenningu sem dýrkar gerendur sem misskildar hetjur.

Við getum krafist þess að hann taki ábyrgð, að það sé það minnsta sem hann þarf að gera áður en hann fær inngöngu í landið. Við þurfum að gefa ofbeldismönnum skýr skilaboð að á Íslandi er ekki tekið menn í sátt nema þeir vinni fyrir því. Að fyrirgefning komi bara með iðrun, ekki fyrr. Að þeir eigi ekki skilið annað tækifæri, þeir þurfi að vinna fyrir því. Skrifum undir, fáum skipuleggjendur sýningarinnar á Íslandi til að endurskoða þessa ákvörðun að koma með hann til landsins.

Taktu þátt í umræðunni

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s