Er Ísmaðurinn kynferðisbrotamaður?

Viðtal við “Ísmanninn”, Sigurð Pétursson, var birt á Stundinni 14. júlí 2015. Þar er rætt við hann um sjávarháska sem hann ásamt fjölskyldu sinni hafði lent í daginn áður. Samkvæmt viðtalinu skaðaðist enginn og eru allir heilir á húfi sem er allt gott og blessað. En annað í frásögninni er það bara alls ekki, eða þúveist, þetta:

Með í för var fjölskylda Sigurðar, Anna Manikutdlak, nítján ára sambýliskona hans, Sunna, þriggja ára dóttir þeirra, og systir Önnu.

Reiknum þetta aðeins. Nítján ára sambýliskona þessa gamla manns, og þriggja ára dóttir þeirra. Ef litla stúlkan er á fjórða ári þá er hægt að reikna það sem svo að sambýliskona hans hafi verið ólétt þegar hún var á fimmtánda ári.

Eigum við ekki aðeins að ræða það? Fólk í kommentakerfinu bendir á þessa staðreynd við fréttina sjálfa. Þau eru réttilega reið yfir því að maðurinn er settur upp sem einhver hetja þegar allt bendir til þess að hann hafi stofnað til sambands við barnunga stúlku. En engar áhyggjur, aðrir karlar koma honum til bjargar!

Guðmundur Geir Mariasson vill halda því fram að við eigum bara að halda kjafti útaf því að lönd eru með mismunandi kúltúr eða eitthvað.
Guðmundur Geir Mariasson vill halda því fram að við eigum bara að halda kjafti þar sem það ríkir mismunandi kúltúr í öðrum löndum eða eitthvað.

Grænlenskur kúltúr er settur fram sem afsökun, einhvern veginn, því gamlir karlar verða nú að fá að stinga typpinu sínu í barnungar stúlkur þegar/ef það má. Ekki má hreyfa við því! Hann “fer örugglega vel með fjölskylduna sína”, fyrir utan það að hann gæti verið sekur um kynferðisbrot gegn sambýliskonu sinni.

Rýnum aðeins betur í þetta, lögin í Grænlandi eru mjög svipuð og í Danmörku:

Denmark

The age of consent in the Kingdom of Denmark is 15[22] as specified by Section 222:

222. Whoever has sexual intercourse with a child under the age of 15, shall be punished by imprisonment for up to 8 years, unless the situation is covered by § 216 paragraph 2. In determining the penalty, it shall be an aggravating circumstance if the perpetrator has gained intercourse by exploiting his physical or mental superiority.

Section 223, part 1, reads: “Any person who has sexual intercourse with any child under 18, who is said person’s adopted child, stepchild or foster child, or who is entrusted to said person for education or upbringing, will be liable to imprisonment for any term not exceeding four years.” This applies e.g. to teachers.

The laws in the Faroe Islands and Greenland are equivalent although regulated in separate penal codes for these regions.

– Wikipedia “Ages of consent in Europe

Það þýðir að samkvæmt ríkjandi lögum í Grænlandi er hann Sigurður líklega sekur um kynferðisbrot. Hugmyndin að Grænland hafi einhvers konar óskiljanlegan kúltúr er eflaust frekar rasismi en eitthvað annað. Ef fólk er öðruvísi í útliti, þá hlýtur það að hafa allt aðra siði! Þá er bara allt í lagi að gamlir hvítir karlar perrist í barnungum stúlkum, því kúltúrinn segir að það sé tótlí ókei. Hverfur siðferðiskennd karla þegar þeir sjá sér fært að misnota börn “löglega” í gegnum menningu landsins sem þeir eru í? Hvernig er hægt að verja mögulegt kynferðisbrot með “kúltúr”? Grænland er undir dönsku krúnunni og fylgir því mikið af þeirra lögum. Það er ekkert í Grænlenskum lögum sem bendir til þess að samband við stúlku undir 15 ára aldri sé í lagi. Í flestum löndum er svo settur varnagli til þess að fólk geti ekki nýtt sér yfirburði vegna aldurs til að brjóta á þeim sem eru nýkomin á samræðisaldur. Sjötugur maður með 15 ára barni getur þannig verið að brjóta lög. Fjölmiðlar ættu að rannsaka þetta, en vilja greinilega frekar tala um afrek hans og hetjuskap.

Það er ekki langt síðan að hugrökk kona kom fram og sagðist hafa verið misnotuð af manni í Grímsey. Hún segir frá því að hann hafi notað yfirburði sína vegna aldurs til að brjóta á henni 14 ára gamalli. Þar var karl sem naut mikillar virðingar og sem hún treysti. Hún minnist á að þegar maður er 14 ára þá sé svo erfitt að segja nei. Sérstaklega við karl sem maður treystir og sem þú veist að eigi að vera góður og virðingarverður. Hvernig er hægt að búast við því að 14 til 15 ára stúlka hafi þroska eða styrk til að neita fullorðnum manni? Af hverju setjum við ábyrgðina á þær, frekar en fullorðna menn sem vita betur og bera ábyrgð á því að sækja ekki í börn og táninga? Fjölmiðlar hljóta að vita betur en að þegja yfir svona upplýsingum sérstaklega þegar svo margt í máli Sigurðar er hægt að spegla í Grímseyjarmálinu.

Hér toppar Guðmundur Geir sig í ógeðinu og fer að afsaka barnaníð Woody Allen og annarra og viðheldur þeirri mýtu að ungar konur hafi áhuga á eldgömlum körlum svona yfirleitt. Honum finnst líka lógískt að barnungar konur beri ábyrgð á meðan fullorðnir karlar séu stikkfrí? Takk nauðgunarmenning fyrir þessa ógeðslegu nauðgaravini.
Hér toppar Guðmundur Geir sig í ógeðinu og fer að afsaka kynferðisbrot Woody Allen og annarra og viðheldur þeirri mýtu að ungar stúlkur hafi áhuga á eldgömlum körlum svona yfirleitt. Honum finnst líka lógískt að barnungar stelpur beri ábyrgð á meðan fullorðnir karlar séu stikkfrí? Takk nauðgunarmenning fyrir þessa ógeðslegu nauðgaravini.

Meira að segja karlar í kommentakerfum ættu að geta lagt tvo og tvo saman og séð að hér er ekki “vandaður maður” á ferð. Hér er á ferð dæmigerð þöggun, þar sem óþægilegum upplýsingum er sópað undir teppi og allir taka þátt í þykjustuleiknum og láta eins og ekkert sé að. Það er búið að setja þennan mann upp sem þvílíka hetju, það er til aðdáendasíða, heimildarmynd hefur verið unnin um hann, margar fréttir og greinar hafa verið skrifaðar til að hampa honum fyrir ýmsar karlmennskudáðir. Til dæmis er hann þekktur fyrir að drepa ísbirni, dýr sem eru í útrýmingahættu og fyrir að veiða hákarla með berum höndum. Ó karlmennskan! En enginn vill tala um táningsstúlkuna sem hann barnaði.

Friðrik Pétur Sigurðarson vill að Ísmaðurinn fái að njóta vafans, þótt allar staðreyndir séu augljósar. Afneitun er greinilega þægilegri en sannleikurinn.
Friðrik Pétur Sigurðarson vill að Ísmaðurinn fái að njóta vafans, þótt málið sé fremur augljóst. Afneitun er greinilega þægilegri en sannleikurinn.

Hvað eru fjölmiðlar að gera? Af hverju taka fjölmiðlar þátt í þessari þöggun? Stundin virðist, með þessari nýjustu frétt um Sigurð, reyna að benda á þetta vandamál með því að minnast ítrekað á aldur sambýliskonunnar (ég gef þeim það án þess að vita). En hvers konar heigulsskapur er það að hampa þessum manni þegar svo mikið bendir til svo hræðilegra skuggahliða? Hvað þarf til að fjölmiðlar fari að grafa frekar eftir staðreyndum um þessa “hetju” og samband hans við unga konu sem virðist hafa byrjað þegar hún var barn?

Þið eruð samsek, fjölmiðlar Íslands. Samsek í þögguninni. Það er kominn tími til að Sigurður Pétursson sé gerður ábyrgur og að við krefjumst svara. Það má ekki setja hann upp sem einhvers konar karlmennsku átrúnaðargoð á meðan það eru skuggahliðar sem þarf að rannsaka. Það er kominn tími til að fjölmiðlar Íslands hætti þessum heigulsskap og fari að spyrja erfiðra spurninga.

Textinn hefur verið uppfærður til að laga málfars- og stafsetningavillur. Innilegar þakkir til Díönu Ósk Óskarsdóttur fyrir að kíkja í gegnum textann og lagfæra.

30 comments

 1. Áhugavert að þetta þyki allt afsakanlegt út af grænlenskri menningu, en svo þykir kannski sama fólkinu nauðsynlegt að takmarka réttindi Múslima því þeir gætu hugsanlega gerst sekir um svona því það sé eitthvað tengt þeirra menningu …

  Liked by 2 people

 2. Ertu að byggja greinina út frá því að EF að barnið er að verða 4 ára að þá er þetta lögbröt, en ef að hún er nýorðin 3 ára að þá er þetta löglegt? Svo er kannski sambýliskona hans 19 að verða 20…

  Ekki það að mér finnist það eitthvað í lagi að sjötugur kall sé með 15/16/17 ára stelpu en mér finnst heldur gróft að fara hengja manninn fyrir svona án þess að hafa aflað sér heimilda um þetta.

  Like

  • Sambýliskona Sigurðar er fædd 31. júlí 1995. Hann er fæddur árið 1948. Ég hef frá áreiðanlegri heimild að litla stúlkan hafi fæðst árið 2012. Það er enginn að “hengja” manninn hér, hér er verið að spyrja spurninga og krefjast svara. Óþægilegar spurningar, vissulega, en nauðsynlegar.

   Liked by 2 people

   • En ef að hún er fædd 1995 og barnið 2012 er þá nokkuð ólöglegt við þetta? Vissulega er þetta eitthvað sem vestræna samfélagið lítur niður á en leiðinlegt að halda því fram að maður sé barnaníðingur þegar það er ekki raunin hvað varðar lögin.

    Like

  • Það er ástæða til að halda að þetta sé lögbrot, það er bara tæknilegt. Synir mannsins eru þeir sem vörðu hann mest í athugasemdakerfinu, þá héldu þeir fram að hann hafi tryggt henni betra líf en hún hafði í boði í Grænlandi. Slíkt myndi ég telja vera þvingað samband, þar sem gamall maður notar yfirburða stöðu sýna til að “tryggja” henni betra líf í stað fyrir kynferðislegt samband. Að það skuli ekki vera ólöglegt er ótrúlegt!

   Like

 3. Hver ber ábyrgð á þessum vef og hver skrifar greinina? Það er lágmarkskrafa til þeirra sem skrifa um þjóðfélagsmál að viðkomandi skrifi undir nafni. Fólk sem um er skrifað, hvort sem það er réttilega eða ekki, hvort sem um það er sagt satt eða upp á það logið, á að geta leitað réttar síns ef því sýnist svo, til dæmis vegna meiðyrða eða rangra sakargifta. Hvort þessi grein á við rök að styðjast eða ekki breytir engu um þessa skyldu þeirra sem tjá sig og þennan rétt þeirra sem fjallað er um.

  Like

  • Þetta er bloggið mitt. Ég heiti Elísabet og ég ber ábyrgð á þessum vef og þessum skrifum. Ég hef hvergi logið upp á nokkurn mann í þessu bloggi né gæti ég talist sek um meiðyrði. Ég setti fram spurningar, já mjög óþægilegar og vondar spurningar, en spurningar sem þarf að spyrja. Hefur þú meiri áhyggjur af því að þessi maður verði fyrir smáveigis óþægindum en þeirri staðreynd að hann byrjaði samband með 15 ára táningsstúlku? Hér segir hann það sjálfur: http://stundin.is/frett/gagnryndur-fyrir-samband-vid-unga/

   Liked by 3 people

   • Það að þú heitir Elísabet segir manni lítið og ég hef ekki sagt þig ljúga upp á nokkurn mann eða vera seka um meiðyrði. Það sem ég var að benda á að þessi síða er með nafnlausum skrifum og það er umræðunni ekki til framdráttar. Ef maður þorir ekki að skrifa undir fullu nafni á maður að sleppa því að birta skrif sín opinberlega.

    Like

    • Nú þú segir það. Ég setti inn link á stundina þar sem fullt nafn mitt kemur fram. Elísabet Ýr Atladóttir. Datt þér ekki í hug að kíkja á linkinn?

     Og það er fyndið að þú skulir halda því fram að þeir sem skrifi fyrir opinberan vettvang eigi aldrei að vera nafnlausir. Þú gerir þér grein fyrir því hvað margar konur geta ekki skrifað nema það sé nafnlaust, af hættu við ofsóknir og hótanir? Þú gerir þér grein fyrir að langstærsti hluti internetsins er skrifaður undir nafnleysi? Hverra hagsmuna ert þú að gæta?

     Like

 4. Ég er sammála Hirti hérna. Mér finnst óttalegur tvískinnungur að ætlast til að fjölmiðlar kryfji það hvort fjölskyldumaður hafi neitt konuna sína, sem er að því er virðist í ánægðu sambandi, til að byrja með sér, en þykir á sama tíma sjálfsagt að birta grein þar sem hann er kallaður kynferðisafbrotamaður í fyrirsögninni án frekari sannana.

  Sjálfur fæddist ég þegar mamma mín var 16 ára. Pabbi var 23ja. Mamma og pabbi hafa verið saman alla tíð síðan. Í 25 ár, þar af gift í 15 þeirra. Það segja þetta kannski margir um feður sína, en pabbi minn er hetja. Hann vann í 3-4 vinnum til að sjá fyrir okkur 4 systkinunum, sem hann átti öll með mömmu, og hefur alltaf verið til staðar eins og klettur fyrir okkur öll. Meira að segja vinir okkar systkinanna leita til hans þegar þau þurfa. Ef hann pabbi myndi nú bjarga lífi frá drukknun á morgun (hann er nú sjómaður), má þá ekki fagna honum og jafnvel birta grein um afrekið án þess að spyrja hvort hann hafi nauðgað mömmu til að vera með sér þessi 25 ár, af því þau kynntust þegar hún var 15 ára? Tala ekki gjörðir hans síðustu 25 árin nógu hátt til að hann eigi ekki að þurfa að sæta slíkum ásökunum upp úr þurru?

  Ekki misskilja mig hérna. Ég er kannski með annað sjónarhorn af því að ég ólst upp með 16 ára móður, en ég er alveg sammála því að auðvitað eiga eldri menn ekki að misnota ungar stelpur. Ekki frekar en eldri konur ættu að misnota yngri stráka eða öfugt. Misnotkun á aldrei rétt á sér, burtséð frá kyni eða aldri. Og ef það vill svo til að þessi unga barnsmóðir hafi verið tilneidd, þá á að sjálfsögðu að stinga manninum í steininn. En sönnunarbyrðin liggur ekki á honum. Sönnunarbyrði liggur alltaf á ásakanda, sem í þessu tilfelli er höfundur þessarar greinar. Ég vil ekki búa í landi þar sem menn eru hengdir, bókstaflega eða mannorð þeirra, án dóms, laga eða nokkurra sannana.

  Ef barnsmóðir hans hefði sagt eða gefið í skyn að um misnotkun hafi verið að ræða væri það allt annað mál, sem ætti að rannsaka. En ég verð að segja fyrir mitt leiti að mér finnst þessi grein er mjög ósmekkleg, þó þú hafir ef til vill meint vel.

  Like

  • Eina ástæðan fyrir því að ég samþykkti þetta komment er því það er svo mikið skólabókardæmi um gerendameðvirkni, útúrsnúning og hrútskýringar.

   Ég skal bita þetta niður fyrir þig.

   Í fyrsta lagi: við erum að tala um að þetta samband þeirra byrjar þegar hún er 15 ára (samkvæmt honum, sem ég trúi seint). Ef við gefum honum það þá var það fyrir næstum því 5 árum. 2010. Árið 2010 var ekki haldið upp sömu siðferðisreglum og á þeim tíma sem foreldrar þínir voru að byrja sitt samband. Ég ætla að gera ráð fyrir því að þú ert fullorðinn maður og því að foreldrar þínir séu vel fullorðið fólk (fimmtugsaldri, líklega). Foreldrar mínir byrjuðu sambönd sín mjög ung líka. Þau fluttu út mjög ung, byrjuðu sambúð með fólki mjög ung og það tíðkaðist mikið á þeirra ungu árum. En við erum ekki að tala um þá tíma. Við erum að tala um árið tvöþúsundogtíu. 2010. Þar sem sjötugur karlmaður fer að eltast eftir táningsstúlku og barnar hana svo.

   Ég er ekkert að “misskilja” neitt hérna. Þú leggur mér orð í munn (þú ert sá eini sem hefur notað orðin nauðgun, að hengja menn og barnaníð) og notar svo eigin foreldrasögu til að reyna að draga úr alvarleika þessa máls. Ég tek það ekkert í mál. Hér er enginn næs við þig ef þú ferð um með gerendameðvirkni. Ég sé í gegnum kjaftæðið í þér og tek það ekki í mál að taka það alvarlega eða sem rök gegn því sem stendur hér í blogginu. Ef það má ekki spyrja spurninga út í það að karlmenn eins og Sigurður Pétursson séu settir upp sem karlmennskuímynd og hetjur og hafa svona ógeð í pokahorninu, hvernig tæklum við alla þessa misnotkun sem þú segist svo á móti? Er hægt að segjast vera á móti misnotkun þegar maður hefur engan áhuga á að berjast gegn misnotkun, og jafnvel tekur upp hanskann fyrir þá sem virðast sekir um misnotkun? Sönnunarbyrðin liggur á Sigurði. Hann hefur viðurkennt að hafa átt í sambandi við 15 ára stúlku. Það hlýtur að vera full ástæða til að rannsaka það frekar.

   Búfokkinghú að greyið gömlu perrakarlarnir þurfi að svara spurningum um ógeðið sem þeir gera. Það eina sem er ósmekklegt er að þú skulir halda að þú fáir að koma hérna inn og hrútskýra fyrir mér hvernig við eigum bara að horfa framhjá því að gamlir kallar leiti í barnungar stúlkur. Og þú þykist að þetta sé allt “uppúr þurru”. Fjölmiðlar bera ábyrgð á því að hetjugera ekki menn eins og “Ísmanninn”. Hættu að taka þátt í þessarri þaggandi nauðgunarmenningu og reyndu að ímynda þér þá staðreynd að 15 ára stelpa var í sambandi með sjötugum karlmanni og varð ólétt eftir hann. Manstu hvernig það var að vera 15 ára? Viðkvæmustu ár okkar eru í kringum þann aldur.

   Díses fokking kræst.

   P.S.
   Ég bíð spennt eftir kommenti um hvað ég er ókurteis og vond. Eða ósmekkleg. Eða eitthvað á þá leið. Kannski bitur? Allavega ekki kvenleg og næs!

   Liked by 2 people

 5. Vel gert Elísabet. Mikilvægt að fjölmiðlar átti sig á að einhliða umfjöllun, meðvirkni og þöggun eiga ekkert erindi í nútíma samfélagi. Að spyrja erfiðra spurninga er ein liður í því að fjalla um mál með gagnrýnum og ábyrgum hætti.

  Liked by 2 people

 6. Heil og sæl

  Ég er mikill femínisti og segi það stoltur á prenti sem og í daglegu lífi. Einnig myndi ég titla mig óvin þöggunar í öllum formum og gagnrýnanda í garð fjölmiðla(oftar en ekki). Ásamt því myndu flestir ef ekki allir sem mig þekkja segja mig hafa höfuðið sem og hjartað á réttum stað.

  Þú verður að afsaka að ég tjái mig í skjóli nafnleyndar. Staðreyndin er einfaldlega að þetta mál er einstaklega eldfimt og auðvelt að mistúlka gagnrýnar spurningar sem að því snúa. Því vil ég forðast alla misbeinda ýgi sem gæti sprottið hjá fólki í kjölfar þeirra. Þú ert hins vegar mjög djörf að tjá þig undir þínu eigin nafni. Þínar spurningar falla einmitt í þennan eldfima flokk. Sjónarhorn á þetta mál eru mjög mörg og þín orð snerta á þeim sem allir aðrir virðast vilja forðast – þar með talið fjölmiðlar

  Þetta mál er gífurlega flókið þegar horft er á siðferðislegu sem og lagalegu hlið þess. Vangaveltur um mismunandi kúltúr, persónu mannsins, sögulegar hliðstæður og þeirra aðstæður finnst mér allar skiljanlegar þegar ýmsir hlutir eru hafðir til hliðsjónar. Ég er sammála öllum þeim spurningum og sjónarhornum sem þú kastar fram. Þó einhverjir muni afskrifa eitthvað af því sem þú segir sem skoðanir eða sleggjudóma getur enginn neitað því að lög voru vissulega brotin.

  Í nafni raka og umræðu mun ég einnig leggja nokkur orð í belg. Þó ég notist við tölur til merkinga er röð þeirra handahófskennd. Vinsamlegast ekki lesa í þau sem andrök við þína punkta þar sem þau eru ekki rituð sem slík. Þrátt fyrir það má segja þau skrifuð frá öðru sjónarhorni í þágu umræðunnar;

  1) Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna mikinn aldursmun á milli tveggja aðila í hamingjusömu ástarsamandi sem báðir einstaklingar samþykkja að vera í. Oft á tíðum er um sambönd að ræða sem endast ævilangt og gefa af sér góðar fjölskyldur. Í langflestum tilfellum er aldursmunurinn þó mun minni, enda maðurinn ekki beint ungur. Í nær öllum tilfellum sem ég heyri af samböndum með aldursmuni líkt og þeim er um ræðir blöskrar mér enda sé ég bókstaflega ekki fyrir mér hvernig sambandið byrjar eða gengur fyrir sig yfir höfuð, hvað þá að það geti verið með upplýstu samþykki beggja aðila.

  Getur verið að í þessu tilfelli sé um að ræða ástfangið par sem mun vera saman ævilangt og eiga jafnvel betra ástarsamband en tíðkast í “norminu”?

  2) Lög eru tól sem sett eru fram vegna þeirra sem haga sér ekki án þeirra – 99% af samfélaginu myndi spjara sig vel án hluta þeirra en vegna prósentsins sem eftir stendur eru þau til staðar. Til eru lög um að ekki megi fremja morð þrátt fyrir að einungis brotabroti af þjóðinni myndi nokkurn tímann íhuga manndráp, hvað þá láta verða af því. Það er þessu brotabroti(í gegnum tíðina) að kenna að líknardráp er ólöglegt, þrátt fyrir að það sé í einhverjum tilfellum það mannúðlegasta í stöðunni. Ég þarf ekki lög til að stýra minni kynhegðun, siðferðisáttaviti minn er rétt stilltur og aldrei nokkurn tímann myndi ég stunda kynlíf með einstaklingi undir 15 ára aldri, jafnvel þó sá aldur væru hækkaður um einhver ár væri það ekki í stöðunni. Að því sögðu er aldur tala og þroski afstæður, þrátt fyrir að mín prinsip standi þá ber að hafa það í huga.

  Getur verið að ríkjandi lög og okkar eigin skilningsleysi geri það að verkum að við munum aldrei skilja ást þessara einstaklinga? Þarna er ég að sjálfsögðu að gefa mér að upplýst samþykki beggja einstaklinga sé til staðar. Erfitt er að tala um “upplýst” samþykki þegar einstaklingur er þetta ungur en bæði andlegur og líkamlegur þroski er breytilegur milli einstaklinga.

  3) Þennan þriðja og síðasta punkt er ég mest hikandi við að kasta fram þar sem þessi “boðskapur” býður ákveðinni hættu heim og setur skelfilegt fordæmi; bæði lög og siðferðisleg viðmið voru brotin þegar rúmlega miðaldra maður sængaði hjá 15 ára stelpu. Þrátt fyrir að verknaðurinn hafi verið með samþykki beggja einstaklinga fyllist ég ásamt flestum óhug við tilhugsunina. Síðar eignuðust þau dóttur og hófu sambúð. Þremur árum síðar farnast stelpunni vel, stúlkan er orðin að hamingjusamri konu og fjöldkyldan á bjarta framtíð fyrir sér.

  Getur verið að hér hafi verið framinn glæpur án fórnarlambs? Mögulega var stúlkan einstaklega bráðþroska, líkt og getur að sjálfsögðu gerst. Mögulega er hún einstaklega hamingjusöm í dag. Mögulega erum við að krossfesta mann fyrir brot á lögum sem sett eru í bókstaflegri merkingu fyrir siðblinda minnihlutann – kannski er maðurinn heill og daman einnig. Mér þætti sárt að hugsa til þess að þeirra samband sé í raun og veru heilbrigt og að allir nema hið eiginlega fórnarlamb vildu aftöku.

  Ég er hvorki að fiska eftir svörum eða rökræðum frá þér, ágæta Elísabet. Ég vildi einfaldlega kasta þessu fram. Sjónarhornin eru vísvitandi sett fram á hlutdrægan máta þrátt fyrir að þau stangist á við mína eigin siðferðiskennd. Í grunnskóla var mér kennt að einelti væri ekki í lagi og að ég ætti að taka upp hanskann fyrir litla manninn. Ef parið er hamingjusamt og líf þeirra gott er umræddur maður vissulega litli maðurinn.

  Ég vil fá sjónarhorn stúlkunnar á hreint áður en ég hendi steinum. Einnig; ég þekki þennan man ekki boffs – það má vel vera að hann sé viðbjóðslegur.

  Like

 7. Takk, Elísabet, fyrir að birta fullt nafn hér í athugasemdum. Nei, ég las ekki fréttina. Athugasemd mín lýtur að því að þessi bloggsíða er hvergi merkt þér eða öðrum sem ber ábyrgð á henni og skrifum sem hér birtast. Það er einmitt stórt vandamál í dag að fullt af fólki skrifar á netinu í dag án nafns og telur sig geta sagt þar hvað sem er án þess að fótur sé fyrir því og án þess að taka ábyrgð á eigin skrifum. Ég er ekki að gæta hagsmuna neins og af skrifum mínum í þessum athugasemdum geturðu hvorki dregið þá ályktun að ég sé sammála þér né ósammála, þú getur hvorki ályktað af þessum athugasemdum að ég sé að verja manninn né að taka undir skrif þín. Ég ætla ekki að taka þátt í þessari umræðu nema bara með þessum ábendingum sem þú virðist ekki skilja á sama hátt og ég meina þær.

  Það er gott að fólk komi fram og segi skoðun sína, sérstaklega þar sem pottur er brotinn eða einhver illska í gangi. En enn og aftur, tjáningarfrelsinu fylgir ábyrgð.

  Like

 8. Sæl aftur

  Þar sem ég rak augun í að þú virðist einungis samþykkja brot af þeim athugasemdum sem koma hingað inn langaði mig að nota þetta sem vettvang til að koma athugasemd til þín.

  Ég veit að þú munt lesa hana hvort sem þú svarar henni eða ekki. Og já, ég geri mér grein fyrir því að það er kannski flókið að svara skilaboðum sem eru í formi athugasemdar sem þú þarft að samþykkja.

  Ef þú ert með bloggsíðu og ritskoðar svör sem þangað berast þá ertu sjálf að taka þátt í eins konar þöggun. Vissulega ekki sömu þöggun og þú ræðir um en þöggun samt sem áður. í ljósi þess hversu margir fávitar eru á veraldarvefnum skil ég þig hins vegar. Athugasemdir eins og “Haltu kjafti belja”, “Jón er góður maður og geri þess vegna ekkert rangt” eða “Nei, þú ert að misskilja” eru alltof algengar.

  Ég kom hins vegar með mjög málefnalega athugasemd. Eftir að hafa tekið fram að ég væri ekki að ráðast á þig eða málstaðinn finnst mér heldur lágkúrulegt af þér að leyfa athugasemdinni ekki að líta dagsins ljós. Ég kippti mér ekkert upp við þetta í fyrstu, enda skildi ég vel að þú vildir ekki samþykkja nafnlausar athugasemdir. Ég sá strax kaldhæðnina í því að þú værir að ritskoða athugasemdir á færslu sem sneri að þöggun, en ég lét það slæda án þess að kippa mér of mikið upp við það. Hins vegar…

  Tókst þér að kasta allri rökræðu útbyrðis með því að missa þig í ofsa og gera lítið úr einstaklingi sem lagði sín orð í belg og opinberaði fáfræði sína. Hann talaði í klisjum og það var 100% ekki viljandi. Aðilinn sem kallar sig Hjörtur(en heitir eflaust eitthvað annað þar sem hann var að sammælast Hirti) kom með málefnalega athugasemd. Hann tók dæmi úr sínu eigin lífi, útskýrði sitt sjónarhorn snyrtilega og commentaði þrátt fyrir að gera sér grein fyrir því hve eldfimt málefnið er.

  Þú setur þig á háan hest, ræðst á náungann, tættir í þig það sem hann var að segja og leið eflaust sjúklega vel eftir það. Samfélagið er gallað og mikil þörf á fræðslu fyrir hina fáfróðari. Mjög mikil þörf. Geturðu ímyndað þér ef kennari tætti í sig ágiskun/útreikninga nemanda, niðurlægði hann og útskýrði svo málefnið með hörðum tón og reiði?

  Þú ert ekki að hjálpa málstaðnum með þessari aðferð.

  Slökktu á þinni eigin þöggun, taktu á móti gagnrýni og svaraðu henni með aðferð sem hjálpar málstaðnum, málefnalega.

  Mikið sjúklega varð ég pirraður þarna.

  Eitt í lokin sem þú áttaðir þig eflaust ekki á;

  “Ég bíð spennt eftir kommenti um hvað ég er ókurteis og vond. Eða ósmekkleg. Eða eitthvað á þá leið. Kannski bitur? Allavega ekki kvenleg og næs!”

  Ekki einu sinni, með einu orði eða einum staf á neinum tímapunkti var hann að gera lítið úr þér sem kvenmanni – aldrei. Gallinn við rökræður er að þær fara oft út í rifrildi. Þú þekkir það vafalaust úr æsku að vera að ræða við einhvern um hlut X. Allt í einu fór andstæðingurinn að draga hlut Y og Z inní samræðurnar og skamma þig fyrir þá uppúr þurru.

  Sérðu hvað þú gerðir þarna? Tekurðu eftir því hvernig ég fór einstaklega snyrtilega(en samt hárbeitt) í að benda þér á nokkur mistök? Það að viðurkenna eigin vanktana eru grunnforsendur framfara 🙂

  Like

  • Ó þú, mikli karlfemínisti, sem er svo hrikalega mikill femínisti að hann getur ekki ímyndað sér annað en að spila devils advocate og taka upp hanskann fyrir manninn sem virðist vera kynferðisbrotamaður. Allt í nafni “hlutleysis”, auðvitað, bara svona að kasta því fram, er það ekki? Bara svona “umhugsunarefni” fyrir konu eins og mig, enda er ekki eins og ég get hugsað um slíkt sjálf! Ég er bara kona eftir allt saman!

   Extra fyndið að þú skulir svo setja inn þetta komment eins og ég hafi ritskoðað þig. Það er nefnilega þannig að fólk er ekki *alltaf* innskráð á netið. Við eigum það til að fara af netinu og gera eitthvað eins og borða og sofa og svona, vinna kannski. Ótrúlegt, ég veit!

   En svona í fyrsta lagi:

   Aldrei, aldrei aftur kalla þig femínista. Þú ert ekki femínisti fyrir fimmaur. Þú hefur engan rétt til að eigna þér þennan heiðurstitil þegar þú tekur þessa ógeðslegu afstöðu (já, líka í nafni “hlutleysis”, sem er augljósasta bullshit sem ég hef séð) og þegar þú hrútskýrir fyrir konu á þennan hátt á hennar eigin bloggsvæði. Þú getur ekki kallað þig femínista þegar þú talar niður til kvenna eins og þú gerir í þessum skelfilega hroka þínum sem þú hefur eflaust lært sem karlmaður í feðraveldissamfélagi okkar. Ég þarf engan karlfausk til að kenna mér rökræður né til að put me in my place. Ég er ekki hér til að vera kurteis og næs, ég er hér til að rústa þessu feðraveldi og nauðgunarmenningunni. Á ég að vera kurteis og næs í þeim aðstæðum að kynsystrum mínum er nauðgað, þær beittar ofbeldi, þaggaðar, og gamlir karlar nýta sér aldursmun og aðstæður til að koma þeim í rúmið til sín?

   Þú ert ekki dómbær um málstað sem þú skilur ekki fokk né hefur greinilega áhuga á að taka þátt í (nema til að predika yfir konum hvað þær verða að vera nææææææs). Ég er ekki hér til að “rökræða” við röklaus gerendavæn fífl í kommentum um mál þar sem *sjötugur karlmaður barnar 15 ára barn*. Ég hef engan áhuga á að hlusta á eitthvað kjaftæði um hvað hún sé “kannski bráðþroska” eða að hann sé kannski eftir allt saman bara næs gaur og þau ógisslega ástfangin. Ég hef engan áhuga á kjaftæði sem leggur alla ábyrgð á herðar hennar en tekur alla ábyrgð af honum. Hann er fullorðinn fokking maður og hún var táningur. Barn. Er þetta erfið stærðfræði fyrir þig?

   Þú ert enginn baráttubróðir. Þú ert ekki heldur gagnrýninn, þú spýjar bara sama gamla feðraveldiskjaftæðinu í nafni áhyggjufulla karlmannsins. Þú talar niður til mín og allra kvenna sem hafa tekið þessa baráttu. Þú ert ekki velkominn á þetta vefsvæði með nafnleysi lengur. Konur koma fram með nafni á hverjum degi til að heyja baráttu sem er mun erfiðari fyrir þær undir nafni en það væri nokkurntíma fyrir þig. Þú ert ekkert nema heigull. Femínismi hefur ekki pláss né tíma fyrir þína týpu.

   Like

 9. (Fjarlægt af höfundi bloggs: ekki víst hvort heimildaraðilinn hafi gefið leyfi. Ég veit að þetta er áreiðanleg heimild, betra að spyrja fyrst hvort aðilar vilji koma svo opinberlega fram á þessarri stundu.): *Aðili sem þekkir til* “Ísmannsins” hefur sagt frá því á netinu að maðurinn hafi verið í sambandi við grænlensku stúlkuna frá því að hún var 13/14 ára. Hún kom með honum (fjarlægt) *á ferðalag* þegar hún var yngri en 15 ára og svaf í sama herbergi og hann. Svo varð hún ólétt 15 ára og hann reyndi í fyrstu að leyna óléttunni fyrir fjölskyldu sinni hér á landi.

  Stúlkan kemur að sögn úr mjög erfiðum aðstæðum á Grænlandi, á víst systkini sem frömdu sjálfsmorð og hún leitaði til íslenska mannsins sem föðurmyndar og vinar þegar hún var aðeins barn að aldri.

  Já, þetta er örugglega bara samband “einstaklega bráðþroska” stúlku sem dreymdi um að vera sofa hjá nærri sjötugum karli. Alveg eins og börnin í Tælandi sem þrá víst eldri menn. Þeir karlmenn sem eru hér að reyna að afsaka og útskýra það af hverju þetta er í lagi ættu að skammast sín og horfa vel og lengi í eigin barm.

  Like

  • Hæ Anna, ég þurfti að breyta kommentinu þínu lítillega áður en ég birti. Ég bið þig að spyrja fyrst aðilann sem um ræðir hvort það sé í lagi að nefna eitthvað á þessa leið sem gæti gert auðkenni auðvelt fyrir aðra. Ef þú færð ókei þá breyti ég til baka 🙂

   Takk fyrir kommentið. Ég er svo sannarlega sammála þér. Það er ótrúlegt hvað fólk vill þykjast að stúlkur geti verið “bráðþroska” og þessvegna sé ókei að fullorðnir karlmenn nýti sér aðstæður og aldursmun til að stofna til kynferðislegs sambands við þær. Höfum við séð svipað sagt um unga drengi? Ætli það teljist eðlilegt að þykjast að 15 ára drengur í sambandi við fullorðinn karl sé ókei? Eða fullorðna konu? Þetta er óþolandi ógeðslegt og óafsakanleg þöggun, sem bitnar í hrikalegum mæli á stúlkum og konum. Það er ekkert eðlilegt við þetta samband og það þarf að rannsaka það.

   Like

 10. Takk fyrir góða grein. Það er ómetanlegt að fylgjast með konum (og körlum) rjúfa þögninni og láta af gerendavorkunn. Eina leiðina til að uppræta kynferðisofbeldi er ad tala um það.

  Like

 11. “Með í för var fjölskylda Sigurðar, Anna Manikutdlak, nítján ára sambýliskona hans, Sunna, þriggja ára dóttir þeirra, og systir Önnu.”

  Af þessu leiðir að hún hefur verið á bilinu 14-16 ára þegar hann barnaði hana.
  Í yngsta lagi er móðirin nýorðin 19 ára, og í elsta lagi er barnið alveg að verða 4 ára. Sem myndi þýða að móðirin sé fædd um miðjan júlí 1996 og barnið fætt um miðjan júlí 2011 og getið um miðjan október 2010, þegar móðirin er 14 ára og ca. 3 mánaða. Í yngsta lagi.
  Í elsta lagi er móðirin alveg að verða 20 ára, og í yngsta lagið er barnið nýorðið 3 ára. Sem myndi þýða að móðirin sé fædd um miðjan júlí 1995 og barnið fætt um miðjan júlí 2012 og getið um miðjan október 2011, þegar móðirin er 16 ára og ca. 3 mánaða. Í elsta lagi.

  En við höfum aðeins nákvæmari upplýsingar sem gefa til kynna að það sé nær hærri endanum:

  “Sambýliskona Sigurðar er fædd 31. júlí 1995. Hann er fæddur árið 1948. Ég hef frá áreiðanlegri heimild að litla stúlkan hafi fæðst árið 2012”

  Af þessu leiðir að móðirin hefur verið á bilinu 15-16 ára þegar hann barnaði hana.
  Í elsta lagi er barnið fætt í byrjun janúar 2012 og getið í byrjun apríl 2011, þegar móðirin er 15 ára og ca. 8 mánaða. Í yngsta lagi.
  Í yngsta lagi er barnið fætt um miðjan júlí 2012 (ef seinna væri það ekki orðið 3 ára) og getið um miðjan október 2011, þegar móðirin er 16 ára og rúmlega 2 mánaða. Í elsta lagi.

  Enn nákvæmara væri auðvitað að komast hreinlega að því hvenær barnið er fætt.

  Ef lögin í grænlandi miða við 15 ára afmælisdaginn, þá var hann ekki að brjóta lög þegar hann barnaði hana. En hversu lengi höfðu þau verið saman áður en hún varð ólétt?

  “*Aðili sem þekkir til* “Ísmannsins” hefur sagt frá því á netinu að maðurinn hafi verið í sambandi við grænlensku stúlkuna frá því að hún var 13/14 ára. Hún kom með honum (fjarlægt) *á ferðalag* þegar hún var yngri en 15 ára og svaf í sama herbergi og hann. Svo varð hún ólétt 15 ára og hann reyndi í fyrstu að leyna óléttunni fyrir fjölskyldu sinni hér á landi.”

  Nú, ef hann svaf hjá henni frá 13 eða 14 ára aldri er um að ræða klárt brot á grænlenskum lögum.

  Hins vegar er það kannski í sjálfu sér dálítið aukaatriði hvort þetta sé lögbrot eða ekki. Hvort sem hann svaf hjá henni fyrst 13 ára eða 15 ára þá er hann sjálfur um 60 ára að lágmarki, 47 árum eldri en hún. Hversu mikið upplýst samþykki getur hún raunverulega hafa gefið? Hversu mikið jafnræði getur verið til staðar í svona sambandi? Fyrir utan svo þetta:

  “Stúlkan kemur að sögn úr mjög erfiðum aðstæðum á Grænlandi, á víst systkini sem frömdu sjálfsmorð og hún leitaði til íslenska mannsins sem föðurmyndar og vinar þegar hún var aðeins barn að aldri.

  Já, þetta er örugglega bara samband “einstaklega bráðþroska” stúlku sem dreymdi um að vera sofa hjá nærri sjötugum karli.”

  Það væri verulega áhugavert að heyra hennar eigin skoðun á þessu. Það virkar allavega einhvern veginn mjög óviðeigandi að hefja þennan mann upp á einhvern stall sem sérstaka karlmennskuímynd.

  Like

 12. Í hvaða baráttu ert þú eiginlega meinti bróðir!
  Gömlugröðukallabaráttunni?
  Þá má ég til með að biðja þig vinsamlegast, allavega áður en ég fer á háa C, mér verður nefnilega oft heitt í hamsi (NB. þetta hefur ekki neina aðra merkingu en þá að ég á það til að verða reið þegar mér finnst allt í drasli í kringum mig (þetta gæti hinsvegar haft fleiri en eina merkingu) að gjöra svo vel að lesa aftur yfir athugasemd þína og hugleiða, vel og lengi, hvað felist í orðinu hrútskýring (e. mansplaining), tips: mjög auðvelt er að gúgla það!
  Þegar því er lokið máttu gjarnan lesa aftur yfir athugasemd þína, merkja með rauðu þar sem þér stendur alltof hátt helvítis typpið (NB: aðeins ein merking).
  Að lokum geturðu verðlaunað sjálfan þig með því að horfa á allar þrjár seríurnar með Amy Shumer.

  Like

 13. Ég held það þurfi bara að líta aðeins nær.. sem sé foreldrar þurfa aðeins að sjá fyrir sér 15 ára unglinginn sinn koma heim og segja frá nýju ástinni í lífinu sínu… Sjötugum öldungi.

  Þar fyrir utan hefur komið fram að þessi unga stúlka var enn yngri þegar hún leitaði til mannsins þegar hún bjó við hörmulegar aðstæður. Hún ber ábyrgð á því að hafa leitað til hans eftir hjálp, öryggi, stuðningi og jafnvel hlýju en hún ber ekki ábyrgð á því að hann misnotar sér aðstæðurnar.
  Það er að mínu mati ekki annað, en misnotkun, í stöðunni þar sem þau verða par upp úr því að hún leitar til hans.
  Það er hægt að gefa sér það að hún hafi upplifað þakklæti, traust, öryggi og jafnvel sterkar tilfinningar til hans sem einhvers konar föðurímyndar á þeim tíma sem auðvelt er að misnota.

  Við höfum öll heyrt sögur af því að konur og ung börn eða unglingar finni ástina hjá eldri mönnum sem ferðast um fátæk hverfi annarra landa. Sum okkar hafa svo rýnt betur í þetta og séð að það er auðvelt að fela vanmátt, skömm, neyð og örvæntingu undir þessum ástarleik. Þegar flett er ofan af réttlætingum, afneitun og blekkingu blasir við misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi, stjornunarleikur og sala þar sem annar aðilinn er eldri, sterkari fjárhagslega jafnvel sterkari félagslega og getur boðið öryggi af ýmsu tagi en kostnaðurinn er kúgun/undirokun, undirgefni og ofbeldi.
  Þessu er svo líkt við ást eða elsku og kynlíf. En kynlíf er í mínum huga ástartjáning og nánd milli tveggja einstaklinga sem elskast. Þessi samlíking er mér því ekki að skapi.
  Þessu þarf að sporna við til þess að svona réttlætingar, afneitun og blekkingar verði ekki að vopni í höndum þeirra sem stunda barnaníð eða beita kynferðislegu ofbeldi og kúgun.

  Like

Taktu þátt í umræðunni

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s