“Ekki allt klám” – klámvæðingin og GayIceland

*TW* efni í pistlinum getur verið triggerandi.

Ég veit ég ætti ekkert að vera hissa, en einhvernveginn nær umfang kvenhaturs og klámvæðingar alltaf að koma mér illilega á óvart. Það er verst þegar það setur sig í búning femínisma, því í dag er komin upp sú innilega veruleikafirrta hugmynd að klám geti verið femínískt.

Feðraveldið er trikkí bisness, það aðlagar sig að nýjum aðstæðum og breytist eftir hentugleika. Augljóst kvenhatur hentar ekki lengur því það er auðvelt að spotta það. Menn segjast sjaldan hata konur eða segja af fullri alvöru að við séum bara góðar til barneigna. Ekki misskilja, það gerist oft, en í dag er það meira…falið. Sagt í djóki. Gefið í skyn með ýmsum brögðum, sett í feluliti svo að enginn þurfi að taka ábyrgð á því eða hugsa viðhorf sín eitthvað frekar. Klámvæðingin er einn ótrúlega lævís angi feðraveldis og vinnur vel með nauðgunarmenningu. Klámvæðing og nauðgunarmenning eru hugtök sem þróast og vaxa saman, hönd í hönd pota þessir angar feðraveldis að okkur hugmyndinni að konur eru hlutir sem má nauðga. Klámið veikir skilning okkar á nauðgun með að brjóta niður mörk og gerir línur milli ofbeldis og kynlífs óskýrari. Ef konan í kláminu fílaði það, af hverju ekki konan sem þú ert með í rúminu núna? Konan í kláminu sagði líka nei, en hún fílaði það samt. Konan í kláminu var meðvitundarlaus líka, en hún virtist ókei með það. Konan í kláminu brosti þegar karlar fóru hörðum höndum um hana, af hverju ekki þessi?

“Klám er ekki alvöru” er algeng afsökun, en það er súrrealískur einfeldingsháttur að þykjast að fólk verði ekki fyrir áhrifum af því. Klám hefur raunveruleg áhrif á líf okkar, fólk er yngra í dag þegar það horfir fyrst á klám en nokkurntíma fyrr. Drengir við 10-11 ára aldur eru að horfa á klám nokkuð reglulega, stúlkur á svipuðum tíma en ekki jafn reglulega. Þetta er viðkvæmur aldur og börn eru einstaklega áhrifagjörn. Að sjá konur niðurlægðar, kallaðar tíkur, mellur og druslur á meðan karlar sýna yfirburði sína með ofbeldi og sársaukafullum kynlífsathöfnum er ekki sjaldgæft og vandfundið efni á netinu. Það er normið. Það er algengasta klámið, það vinsælasta, og það fyrsta sem þú finnur á stærstu og auðfinnanlegustu klámsíðunum.

Feðraveldið aðlagast og breytist, klámvæðing er til því við erum gegnsýrð af klámímyndum. Þegar klám fær slæmt orðspor, þá er það bara sett í nýjan búning. Við erum komin á þann stað að klám virðist vera óumflýjanlegur partur af samfélaginu, þetta er nánast náttúrulegt, og fólk gerir mikið til að kláminu verði ekki stuggað. “Allir horfa á klám” segir fólk. “Það er ekkert skammarlegt við að horfa á klám.” segja þau svo til að sannfæra aðra og sjálfa sig að kynferðisleg nautn þeirra af ofbeldi er ókei. Jafnvel þykist að það geti verið femínískt.

Gayiceland hefur greinilega tekið þann pólinn. Viðtal við Lola Clavo, klámleikstýru, kom upp í dag, föstudaginn 31. júlí. Þar þykist hún rosa femínísk með klámið sitt, rosa öðruvísi og listræn.

But making porn, doesn’t that go against feminism?

“No, because there are many kinds of feminism and I don’t agree with all of them. I am a pro-sex feminist. The post-porn movement is partly about that, about stop criticising porn, because if you don’t like it, just make your own!”

– “Erotic Movie to be Filmed in Iceland” eftir Olav Veigar Davíðsson

Það er algengt að fólk tali um margar “tegundir” femínisma, sérstaklega þegar það er að verja einhverskonar kvenhatur. Kvenhatur þarf jafnvel ekki að vera partur af því, bara einstakur misskilningur á öllu því sem femínismi stendur fyrir. Hérna notar hún það að hún sé “pro-sex” femínisti, eins og aðrir femínistar sem gagnrýna hennar pólitík séu þá “anti-sex”. Teprur. Þessi svokallaða post-klám hreyfing hennar (lol) er um að hætta að gagnrýna klám, ef þú fílar það ekki, gerðu þá þitt eigið! Haltu kjafti og sættu þig við það, tepran þín.

Mynd fengin af GayIceland greininni. Það er áhugavert að sjá hvernig konurnar eru pósaðar, á móti hvernig karlinn er pósaður. Karlinn er aktívur, en konurnar passívar. So feminist, much wow.
Mynd fengin af GayIceland greininni. Það er áhugavert að sjá hvernig konurnar eru pósaðar, á móti hvernig karlinn er pósaður. Karlinn er aktívur, en konurnar passívar. So feminist, much wow.

Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona ógeðslegt. Ekki gagnrýna klám, anti-kynlífstepran þín, gerðu bara þitt eigið! Einhvernveginn datt henni ekki í hug að margir femínistar, þúveist, þær sem berjast fyrir kvenfrelsi, eru á móti klámi í öllum birtingarmyndum þess í dag. Það skiptir engu máli að hún kalli klámið sitt femínískt, það hefur engin raunveruleg áhrif á heildarmyndina. Þessi einstaklingsmiðaði boðskapur hefur enga merkingu fyrir klámiðnaðinn í heild.

The commercialized sex industry cannot feasibly work to end the harmful practices it requires for profit. Instead of changing it for the better, tokenistic concessions like “feminist porn” are used to legitimize the lack of ethics in the wider industry. Moreover, these minor concessions are used to silence discussion on the more fundamental impacts. In effect, it is a form of whitewashing that masks and sustains the increasing harms.

– “So what if your porn is feminist?” eftir Laura McNally

Gayiceland.is tekur þetta viðtal en virðist hafa takmarkaðan áhuga á að spyrja gagnrýnna spurninga. Til dæmis hefði verið tækifæri til að spyrja af hverju í ósköpunum það ætti ekki að gagnrýna klám. Þeim datt heldur ekki í hug að minnast á að klámframleiðsla er ólögleg á Íslandi, sama hvort þú kallir það “femínískt” eða ekki. Gayiceland er þarna í raun að auglýsa ólöglega klámframleiðslu undir því yfirskini að það sé ókei því það er “femínískt” og “queer”. Hún þykist leggja eitthvað af mörkum til yngri kynslóðar í þeim tilgangi að bjóða þeim efni sem er ekki skaðlegt eins og almenni klámiðnaðurinn. En það sem hún og aðrir sem aðhyllast hugmyndina um “femínískt klám” gleyma, er þetta:

Were feminist porn to actually exist, it wouldn’t matter, because no one is looking for feminist porn and no one cares to see what it might look like because people don’t watch porn to see two equals going at it. While we waste our time arguing about whether feminist porn exists, whether a feminist can be into mainstream porn without getting kicked out of the club, whether women can participate in the production of mainstream porn and still claim to be feminists, etc., men are producing and consuming enough brutal porn to drown us all in a purulent swamp of misogyny.

– “Get on the fucking ball, janitors” á blogginu Rage Against the Man-chine

Við búum við klámvæðingu og nauðgunarmenningu sem allt klám, já allt, ýtir undir. Það eru ekki mannréttindi að horfa á aðra í kynlífsathöfnum, það er ekki ómögulegt að fá kynferðislega losun án þess að horfa á annað fólk í kynlífsathöfnum. Það er ekki róttækt að búa til klám, sama hvaða stimpil þú setur á það, né hjálpar það konum að vinna innan marka kvenhatursiðnaðar. Það þarf mikla sjálfsblekkingu til að halda að við getum breytt klámiðnaðinum innanfrá, því fyrst yrði eitthvað að vera til staðar sem væri viðbjargandi. Það er veikur skjöldur að kalla klám femínískt, þegar við vitum betur.

And feminist pornography doesn’t preclude overt violence. In fact, Dines argues, feminist porn is getting horrifically brutal, just like the mainstream stuff—so much of which, she says, features women being forced to perform oral sex until they gag, or to endure men going straight from penetrating them anally to orally, with no break in between. Feminist porn is “increasingly copying the big boys,” Dines argues. She points to a site called Sex and Submission, which features previews of films that she says are considered feminist porn but that show women performing as sex slaves, strapped to boards or chained up, while men—sometimes more than one at once—have aggressive sex with them.

–  Áherslur mínar, frá greininni “Can porn be feminist” eftir Maura Kelly

Sami skítur, annað nafn. Sami skítur, nema auglýstur á hátt til að sannfæra fólk að það sé einhvernveginn öðruvísi og betra. Kvenfjandsamlegt efni auglýst sem kvenfrelsandi. Niðurlæging og hlutgerving markaðssett sem femínískt og hinsegin – queer – og allir brosa og kinka kolli, því það er auðveldara að taka við blekkingunni en að horfast í augu við að ekkert getur bjargað klámi.

Klám hefur aldrei verið, og verður aldrei femínískt. Ekki heldur þegar fólk kallar það hinsegin.


AuthorElisabet_01Höfundur er Elísabet Ýr Atladóttir, femínísti, eigandi bloggsíðunnar KVENFRELSI og stofnandi aktívistahópsins Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Hefur skrifað um ýmis femínísk málefni frá 2013.

Taktu þátt í umræðunni

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s