Jafnrétti á forsendum karla

*VARÚÐ* Þessi færsla mun særa tilfinningar karla!

Jei! Það er allt sem við þurftum. Að karlar taki nú þessa umræðu og geri hana alla um karla, því allir vita að það hallar svo hræðilega mikið á þá í samfélaginu. Þeir eiga svo erfitt því þeir þurfa að borga meðlög með börnunum sem þeir eiga og eitthvað.

19cmhfu7ebpy7jpg

Kastljós ákvað að tala við fullt af körlum til að sýna fólki hversu mikið það þyrfti nú að breyta þessarri stefnu í “jafnréttismálum”. Kynjajafnrétti (gender equality) þarf greinilega að einbeita sér meira að því hvað karlar eigi erfitt því körlum finnst þetta frekar ómerkilegt nema þegar málefnið snýst sérstaklega um þá (feðraorlof, forræði, meðlagsgreiðslur). Körlum finnst barátta kvenna ekki gæta hagsmuna karla og finnst þeir þá ekkert eiga erindi til að taka þátt í henni. Því allir vita að frelsisbaráttur eiga að gæta hagsmuna kúgarans, augljóslega.

crying-sad-man-21603917
Viltu tissjú? 😥

Michael Kimmel, sem er kynjafræðiprófessor í Bandaríkjunum, talar um að þegar menn heyra orðið “gender”, þá er gert ráð fyrir því að það sé verið að tala um konur. Þetta er sett upp á hátt sem segir að þetta sé vegna þess hve umræðan er ójöfn og óþægileg fyrir karla, og hann vill gera umræðuna meira næs fyrir þá, meira um húmor og meira um karla.

Það sem prófessor í kynjafræði ætti nú að vita er samt að það er ekki ójafnrétti að karlar telji sig ekki part af orðinu “gender”, heldur merki um að karlar séu taldir utan kyns á hátt sem gerir þá hið eina sanna kyn. Konur eru kyn, líkamar til afnota, karlar eru manneskjur, þeirra er huginn og hugsjónirnar. Það er sjálfgefið að þegar rætt er kyn þá sé verið að ræða konur því karlar hafa enga ástæðu til að efast um eigin yfirburðarstöðu. Karlar hafa ekki sama skilning fyrir kyni og konur, því þeir hafa aldrei þurft að skoða stöðu sína innan þess með þeim hætti sem konur hafa gert, karlar eru aldrei bara líkamar sem má nota og henda eftir þörfum, þeir eru menn (og nei, konur hafa aldrei verið menn, sama hvað orðabók segir). Kyn hefur einfaldlega ekki sömu merkingu fyrir karla og það hefur fyrir konur.

En körlum finnst að umræðan eigi að vera á forsendum karla, líka gaurinn sem kallar sig kynjafræðing í fullri alvöru. Því karlar taka ekki nóg pláss nú þegar, greinilega. Konur ættu því að færa sig og setjast niður og leyfa körlum grípa míkrófóninn svona einu sinni, ekki vera svona frekar, konur! Kastljósþátturinn talar við nokkra áhugamenn um jafnrétti, allt karlar sem tala vandræðalega um óréttlætið sem karlar þurfa að þola þegar þeir taka þátt, þeir upplifðu það að vera kallaðir hommar og taldir kvenlegir, en aldrei sjá þeir hvernig slíkt snýst meira um kvenhatur en nokkurntíma fordóma gegn körlum. Þeir tala um hvernig orlofsgreiðslur eru of lágar til að karlar taki nú feðraorlof lengur, sem kemur mun meira niður á konum heldur en körlum þar sem öll vinnan sem tengist barneignum lendir þá á konum. Tilfinningar karla eru í forgangi í þessum þætti í Kastljósinu, ekki raunveruleg vandamál sem þarf að leysa. Við eigum að gefa þeim meira pláss og huga að tilfinningum þeirra og passa að gera allt meira þægilegt, svo þeir taki nú þátt. Karlar geta ekki ímyndað sér hvernig kvennahreyfing kemst neitt án þeirra, jafnrétti verður að gerast á forsendum karla því annars gerist aldrei neitt. Konur geta ekkert án karla, ekki satt?

JMHelpMeHelpYou
Hey konur ef við bara leyfum þeim redda þessu þá reddast þetta við þurfum bara að gefa þeim allt plássið og gera þetta allt á þeirra forsendum engar áhyggjur þeir höndla þetta er það ekki þeim að þakka að við erum komnar svona langt eftir allt saman ekki eins og konur hafa gert neitt hvort eð er #walloftext

Ég hef engan áhuga á að tala við karla á hátt sem fælir þá ekki frá. Ég hef engan áhuga á því að tala við menn sem eru svo aumkunarverðir að þeir höndla ekki að vera ekki í forsvari og leiðtogastöðu, að tilfinningar þeirra séu ekki gerðar að forgangsefni í baráttu kvenna. Hversu gagnlegir geta slíkir menn verið í harkalegri baráttu fyrir frelsi kvenna undan okri karla og feðraveldis? Sorrínotsorrí, en karlar sem hafa meiri áhyggjur af því að baráttan snúist ekki um rassgatið á þeim persónulega hafa nákvæmlega ekkert gagnlegt til málanna að leggja. Þeir hafa engan áhuga á raunverulegu kvenfrelsi, þeir hafa engan áhuga á því að breyta stöðu kvenna. Þeir vilja jafnrétti á forsendum karla, sem er ekkert jafnrétti. Raunverulegt jafnrétti fæst með því að rústa kerfinu eins og það leggur sig og byggja nýtt. Það gengur ekkert að taka núverandi kerfi og færa það bara aðeins til, gera það krúttlegra, mála aðeins eða setja myndir á veggina. Það þarf að brjóta það niður, rífa það upp frá grunni og salta jörðina svo það getur aldrei vaxið aftur. Það er augljóst að það verður tilfinningalega erfitt. En þúveist, ef þú höndlar það ekki, kæri áhugamaður um jafnrétti, nenniru þá að hætta að taka svona mikið pláss fyrir gagnslausa rassgatið á þér? Það hefur enginn tíma fyrir kjaftæðið í þér og konur eru of busy til að hlusta á vælið enn einu sinni. Þú ert ekki lífsnauðsynlegur fyrir baráttuna eins og þú vilt halda, þú ert dead weight og fyrir þeim sem raunverulega eru að berjast fyrir breytingum. Takk fyrir ekkert, Captain Useless.

Tl;dr: Jafnréttisbarátta á forsendum karla kallast feðraveldi og hefur aldrei verið um jafnrétti.

P.S.
Ég ætla að gera þessa umræðu eins óþægilega og ég mögulega get fyrir karla. Sorrínotsorrí, cry me a river, og svo framvegis og framvegis. Karlar sem vilja grenja mega lesa kommentastefnuna á síðunni, konur sem vilja vera meðvirkar með grey körlunum mega gera það sama.

One comment

 1. Gæti ekki verið meira sammála…
  Þegar karlar fá ekki sitt venjulega 70metra forskot í hverju 100metra hlaupi, þá væla þeir og berja á brjóst sèr….

  Drengir og stúlkur alast upp við það að karlmenn:
  eigi skilið 70 metra forskot í hverju 100 metra hlaupi,
  sèu meira virði,
  eigi að taka ákvarðanir fyrir konur,
  hafi forrèttindi,
  eigi meira skilið,
  Og þegar þessi fantasía gengur ekki upp, þá hrynur gríman… og við fáum að sjá hversu mikið þeir fyrirlýta konur

  Like

Taktu þátt í umræðunni

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s