UM MEINTAR ÆRUMEIÐINGAR

Eins og kom fram í dag (á vísi.is!) þá er Bjarni Hilmar Jónsson að stefna mér fyrir “ærumeiðandi aðdróttanir” vegna þess að ég skrifaði blogg sem gagnrýnir viðtal við hann (já, sem birtist líka á vísi.is!). Þið getið lesið viðtalið við hann hér og svo bloggið mitt sem skapaði allt þetta svakalega drama hér, og borið saman að vild.

Það er vert að minnast á að blaðamaður vísis gerði enga tilraun til að hafa samband við mig áður en fréttin var birt (takk vísir!).

Semsagt, til að gefa aðeins skýrari mynd af þessu öllu, þá var mér sent kröfubréf í e-mail 13. febrúar.

 

lowPriorityHotun
Google inbox fannst þetta ekkert rosalega merkilegt, takk google
bref
Flott undirskrift!

Og það leit svona út:

 

Ég er ekki vön því að verða við hótunum, sérstaklega ekki þegar þær eru einungis gerðar til að hefta málfrelsi mitt algjörlega að óþörfu. Þegar ég varð ekki við þessum kröfum þá fékk lögfræðingurinn minn, Sigrún Jóhannsdóttir, senda stefnu 2. mars. Í stefnunni kemur fram að þingfesting á málinu hefði átt að gerast í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem er nú helvíti kaldhæðið ef ég er alveg hreinskilin.

thingsokn
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna þar sem konu er stefnt fyrir að nýta sér málfrelsið!

Og það er ekki nóg með það, heldur krefst hann hvorki meira né minna en 8.000.000 íslenskra króna í miskabætur fyrir þessar meintu “ærumeiðingar”.

miskabaetur
Átta milljónir! Þetta er skjáskot úr stefnuskjalinu sjálfu, no joke

Ofan á það kemur útskýringin á þessum fáránlegu miskabótakröfum hér:

miskabaeturAstaeda

Í textanum á myndinni stendur:

“Að auki verður, við ákvörðun miskabóta, að hafa í huga að þær skuli fela í sér varnaðaráhrif gegn frekari ásetningsbrotum af hálfu stefndu af þessu tagi. Í því ljósi er miskabótakrafa stefnanda í málinu síst of há.”

Þeir eru allavega hreinskilnir með að þetta er allt til að þagga niður í mér.

Þar sem ekkert af þessu kom fram á vísi.is, þar sem ég fékk engar upplýsingar um að þetta væri á leið í birtingu á vefnum hjá þeim né hafði blaðamaður samband við mig áður en fréttin var birt til að fá mína hlið á málum, þá fannst mér tilefni til að grípa þetta tækifæri og gera hér skýrt nákvæmlega hvað gengur á. Hér er tilraun til skerðingu málfrelsis míns, og af einhverjum ástæðum fékk Bjarni Hilmar og lögfræðingur hans einhliða tækifæri til að tala um þessa stefnu hjá vísi.is. Þetta þykir mér undarleg tilviljun, sérstaklega í ljósi þess að bloggið sem ég er kærð fyrir var gagnrýni á viðtal sem var gert af blaðamanni vísis og birtist á vísir.is, en ég leyfi þeim að njóta vafans að kannski var bara smá fréttaþurrkur og eitthvað þurfti að birta.

Svona er ég nú næs.

Þar sem Bjarni Hilmar og lögmaður hans hafa ákveðið að gera þetta opinbert nú þegar, þá sé ég enga ástæðu til að halda þessu neitt leyndu héðan af. Ég mun opinbera öll skjöl og öll málsgögn sem ég má, og ég mun gera það hér á blogginu í samráði við lögfræðinginn minn. Stefnan sjálf mun koma í heild sinni á bloggið fljótlega. Verði ykkur að góðu.

One comment

  1. […] Sú frétt birtist alveg án þess að ég vissi neitt af því. Það var aldrei haft samband við mig né lögfræðinginn minn, Sigrúnu Jóhannsdóttur, áður en þessi frétt birtist. Svo lögfræðingur Bjarna Hilmars, Einar Hugi Bjarnason, var þar með einhliða umfjöllun um stefnuna, skjólstæðingi sínum í vil. Þar sem ég fékk hvergi tækifæri til að tala mínu máli, né fékk lögfræðingur minn tækifæri til að segja stakt orð, þá skrifaði ég blogg um það: UM MEINTAR ÆRUMEIÐINGAR […]

    Like

Taktu þátt í umræðunni

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s