Um menn og fjölmiðla

Það er eitthvað merkilegt í gangi á vísir.is.

Ókei ókei, ég var með harðorða gagnrýni á viðtal sem þeir gerðu, kannski tóku þeir því eitthvað persónulega.

En það er eitthvað skuggalega furðulegt þegar fréttir um einn mann birtast eða breytast svona hentuglega honum í vil. Ég veit ekkert hvað telst eðlileg blaðamennska – enda er ég ekki blaðakona né er þetta blogg fjölmiðill, þetta er bara mitt litla svæði þar sem ég get öskrað á heiminn.

En mér finnst nú að það þurfi að gera samantekt.

Bjarni Hilmar Jónsson kom í viðtal 9. febrúar 2018, þar sem Jakob Bjarnar Grétarsson spurði hann spurninga út í hvers vegna hann var handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína árið 2016. Viðtalið er hægt að finna hér: Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér

Í kjölfarið á því gerði ég blogg, þar sem ég gagnrýndi skrif Jakob Bjarnars og það má finna hér: Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína

DV.is birti umfjöllun um bloggið mitt, sem má svo finna hér: Elísabet Ýr: „Susan átti betra skilið en þetta sjúka viðtal við Bjarna Hilmar Jónsson“

Eftir að ég birti bloggið sendi hann mér kröfubréf þar sem hann skipaði mér að eyða blogginu og senda afsökunarbeiðni á fjölmiðla Íslands, þar með talið dv.is og visir.is.

Þegar ég varð ekki við þeim tjáningarfrelsishöftum, þá sendir hann mér stefnu. Málið átti að vera þingfest 8. mars 2018 (á alþjóðlegum baráttudegi kvenna). Daginn eftir að málið átti að vera þingfest, kom frétt á vísir.is: Leitar réttar síns vegna “ærumeiðandi aðdróttana”

Sú frétt birtist alveg án þess að ég vissi neitt af því. Það var aldrei haft samband við mig né lögfræðinginn minn, Sigrúnu Jóhannsdóttur, áður en þessi frétt birtist. Svo lögfræðingur Bjarna Hilmars, Einar Hugi Bjarnason, var þar með einhliða umfjöllun um stefnuna, skjólstæðingi sínum í vil. Þar sem ég fékk hvergi tækifæri til að tala mínu máli, né fékk lögfræðingur minn tækifæri til að segja stakt orð, þá skrifaði ég blogg um það: UM MEINTAR ÆRUMEIÐINGAR

Stuttu eftir að þetta allt gerðist, þá kom frétt um það að Bjarni Hilmar hafi fengið skaðabætur úr máli sínu gagnvart ríkinu, aftur á vísir.is. Upprunalega fréttin var titluð: Bjarni Hilmar lagði ríkið vegna ólögmætrar handtöku. En svo var fréttinni breytt.

Upprunalega fréttin tók dóminn fyrir og gaf nokkuð skýra mynd af málaferlum. Þar kom fram allskonar um hvers vegna það þótt ekki óeðlilegt að hann hafi verið handtekinn þótt honum var dæmdar miskabætur vegna þess hversu “þungbært” þetta hefði allt verið fyrir hann, þar með talið voru upplýsingar úr krufningarskýrslu eins og þetta:

Skýrslan segir að mögulegt sé að reka blóðrásarstöðvunina til ódæmigerðrar hengingar með sjálfsvígslegum hætti. Réttarmeinafræðingurinn segir þó að ekki sé hægt að útiloka að Susan hafi verið kyrkt aftan frá. Dómurinn segir að ljóst sé að Bjarni hafi ekki átt þátt í sviplegum dauða eiginkonu sinnar.

krufning
Skjáskot úr gömlu fréttinni sem birtist 9. mars kl. 20.00

En svo eftir uppfærslu á fréttinni klukkan 22:46, þá var búið að taka út upplýsingar frá réttarmeinafræðing og í staðinn var sett tilvitnun í orð Bjarna Hilmars um að það séu engin eðlileg viðbrögð við áfalli, og ofan á það virtist vera búið að skreyta fréttina frjálslega með öðrum vitnunum í Bjarna Hilmar sjálfan úr viðtalinu sem birtist 9. febrúar.

Uppfærða fréttin birtist þá undir fyrirsögninni Bjarni Hilmar fékk miskabætur frá ríkinu og það er nú auðvelt að sjá að fréttin var fegruð talsvert frá því hún birtist fyrst, en hér eru skjáskot af upprunalegu fréttinni:

Ég verð að viðurkenna að þetta lítur allt saman undarlega út. Það er varla tilviljun að allar fréttir um Bjarna Hilmar birtist honum í vil, eða er breytt honum í vil. Það er svo merkilegt að tengja það við þá staðreynd að eina umfjöllunin um þetta mál hans gegn ríkinu, gagnrýni mín á viðtalið við hann, þar sem ekkert var fegrað, er mitt litla blogg, sem hann er að kæra mig fyrir.

Það er erfitt að leyfa svona blaðamennsku njóta vafans. Þetta er of furðulegt, of mikið af tilviljunum sem eru svo hrikalega hentugar. En ég mun skjalfesta þetta allt af bestu getu, og ég væri þakklát ef aðrir gætu lagt mér lið. Skjáskot og tilvitnanir skipta máli, þegar upplýsingar hverfa og breytast á örskotsstund.

One comment

Taktu þátt í umræðunni

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s